| Fórum í afmælisferð til London. |
| Við flugum með BA og vorum í betri sætum þar sem var alveg æði, flott þjónusta og gátum valið mat af matseðli. Frábært að halda upp á afmæli svona. |
| Þegar við vorum að koma á hótelið þá var klukkan 1957 :-) |
| Fengum frábært herbergi, fallegt og rúmgott. Og þegar við vorum nýkomnir inn á herbergi var bankað og hótelið gaf Magga champagne sem við skáluðum í áður en við fórum niður á Asia de Cuba að borða. |
| Fína og stóra herbergið okkar, með stórum gluggum og útsýni . |
| Eftir matinn á Asia de Cuba þá fórum við í einn drykk á Admiral Duncan í Old Compton street. |
| Svo fórum við á föstudagskvöldinu á Öskubusku í Palladium og var það alveg geggjað. Pantomime sýning , sem ég hef aldrei upplifað áður. Flottir leikarar og geggjuð umgjörð. |
| Alltaf gaman að koma til London og upplifa kaffihúsastemmingu . |
| :-) |
| Asia de Cuba. |
| Asia De Cuba. |
No comments:
Post a Comment