| Fórum til Kanarí í viku með Hreini og Ingibjörgu í dásamlegt frí og gistum á Seaside Palm Beach í Maspalomas. |
| Við fórum í morgungöngu alla morgnana og hér er Maggi hress og kátur og vitinn í baksýn. |
| Frábær hótelgarður þar sem var gott að slaka á og njóta sólarinnar. Við vorum mjög heppin með veður og fór hitinn alveg upp í 30 gráður. |
| Útsýni frá hótelinu yfir sandöldurnar og ströndina sem eru á milli Maspalomas og Ensku-strandarinnar. |
| Við vorum með hálft fæði en fórum út að borða í hádeginu og oft á veitinastaðina sem eru tengdir hótelinu Lopesan Costa Meloneras. Hér erum við á ítalska uppáhaldsstaðnum okkar Maximillians. |
| Glatt á hjálla á Maximillians. |
| Byrjuðum alla morgna á göngu eftir ströndinni í átt að Ensku ströndinni eða í hina áttina í átt að Meloneras. |
| Morgunsólin. |
| Vitinn í fjarska. |
| Morgun stund gefur gull í mund. |
| Fórum svo á sushi-stað sem er fyrir neðan hótel Lopesan Costa Meloneras. Frábær staður og með betra sushi sem ég hef smakkað. Hér eru Hreinn og Ingibjörg með rósavín að skála fyrir mér :-) |
| Ég er í alvörunni að brosa :-) |
| Náði að draga hópinn á Ensku ströndina og hér erum við í fræga Yumbo centre og eins og sjá má er rosa stemming. |
| Ingibjörg og Maggi á nærriþví Öndinni. |
![]() |
| Ég er ekkert að grínast ..................eðaltöffarar..... |
| Vorum í hálfu fæði á hótelinu og borðuðum alltaf utandyra. Fengum frábæran mat bæði kvölds og morgna. |

No comments:
Post a Comment