| Á Toppi Kaldbaks. Dagur, Ragga, Mirra og Gríma í lausu lofti. |
| Svo gengum við frá Flateyri yfir á Suðureyri í Súgandafirði. Mjög skemmtileg ganga og góðir stígar. Fallegt útsýni á leiðinni. |
| Kaffi pása við fallegt vatn í Sunndal sem er dalur sem við gengum niður í Súgandafjörð. |
| Veðrið var svo gott að ég gat gengið ber að ofan og hópurinn er í kaffipásu fyrir aftan, og sumir fóru út í vatnið. |
| Hópurinn að ganga upp úr Önundafirði. |
| Kaffipása á heiðinni milli Flateyrar og Suðureyrar. |
| Við gistum í Holti í Önundarfirði. |
| Ég var svo heppinn að Bogga og Tyggvi voru með þetta A hýsi og leyfðu mér að gista þar því þau sváfu inni í húsi en ætluðu að nóta það í ferðalagi eftir þessa þessari skipulögðu ferð var lokið. |
| Hópurinn að skipuleggja daginn. |
Oh..... stílistinn Gunnar. Sefur náttúrulega bara í vögnum sem harmonera við lögun fjallanna í kring!
ReplyDeleteAuðvitað - hvað annað - maður kann sig :-) og ef vel er að gáð þá eru húsin og kirkjan lika í stíl :-)
ReplyDelete