| Fórum í göngu á Miðfell sem er rétt hjá Flúðum í fallegu og mildu veðri með smá bleitu og súld í grend :-) |
| Upp á fjallinu er vatn sem heitir Fjallvatn og er einstaklega fallegt. |
| Sagt er að það sé svo grunt að þegar það frís á veturnar þá sé hægt að sjá botninn í gegnum ísinn. |
| Móna og Máni nutu þess í botn að hlaupa um. |
| Fjallvatn. |
![]() |
| Fjallvatn í baksýn...... |
![]() |
| Sáum bæði krækiber og bláber sem þurfa aðeins meiri tíma áður en ég tíni þau. |
| Ótruglega fallegt þarna uppi |
| Uppgangan er mjög þægileg og þegar komið er upp er gaman að ganga í kringum vatnið á stíg sem er mjög greinilegur. |



No comments:
Post a Comment