![]() |
| Keyrðum vestur á föstudegi og stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni, meðal annar í Borarfirði og svo í Heydölum. Fórum það í þessa flottu laug sem er rétt við flæðamálið. |
| Inni sundlauginni í Heydölum. |
![]() |
| Tók eina selfie því ég er svo hár og myndarlegur :-) |
| Gistum fyrstu nóttina í þessari verbúð á Flateyri hjá Sigga og Ingibjörgu. Fórum svo um kvöldið á Vagninn og fengum okkur að borða. Frábær matur þar. |
| Jói, Lilja, Eydís, Anna, Rut, Íris og Siggi. |
| Læknishúsið á Hesteyri þar sem við fengum okkur pönnsur og kaffi sem var alveg guðdómlegt. |
![]() |
| Anna Rut, Eydís og ég. |
| ummm girnilegt :-) |
| Rebbi fann pönnukökulyktina og kikti á okkur. |
| Lögð af stað, Hesteyri í baksýn. |
| Fengum frábært veður og stoppuðum öðruhvoru til að njóta og slaka á. |
| Komum niður í Kjaranasvík og gengum fyrir Álfsfellið og inn í Hlöðuvík. Frábær ganga og náttúrulega geggjað veður. |
| Vorum svo heppin að fá báða skálana í Hlöðuvík, Búðasel og Búðabæ. Hér eru Kristín , Rannveig , ég og Valur. |
| Fórum í göngu upp Skálakambinn og gengið var í Atlaskarð og svo seinni daginn var gengið um Hlöðuvíkina og komum heim með rekavið til að setja í kamínuna. Þarna er Jói að grilla síðasta kvöldið. |
| Veisla var öll kvöld, kjúklingasúpa fyrsta kvöldið, pasta-pulsu réttur annað kvöldið og svo lambafillet síðastakvöldið auk frábærra forrétta og eftirrétta. |
| Ingibjörg, Kristín og Snorri með rekavið. |
| Eftirrétttur síðasta kvöldið var rabbabari með engifer (gróft skorinn) soðinn í sykri með rjóma. |
| Búðabær og Búðasel. |
| Búðabær. |



No comments:
Post a Comment